Greinasafn fyrir flokkinn: Brauð á Íslandi

Hvernig á að búa til íslenskar pönnukökur.

Þetta skemmtilega myndband er að finna á vefsíðunni vimeo. Nú er bara að byrja að baka. Eigandi myndbands: icelandwantstobeyourfriend.com

Birt í Brauð á Íslandi, Heimabakað brauð | Merkt

Ása Ketilsdóttir býr til flatkökur

Á YouTube er að finna skemmtilegt myndband þar sem Ása Ketilsdóttir kvæðakona kennir flatbrauðsgerð. Hinn þekkti danski fræðimaður og „Íslandsvinur“ Svend Nielsen tók efnið upp árið 1992. Myndbandið er í þremur hlutum.    

Birt í Brauð á Íslandi, Heimabakað brauð | Merkt

16. desember – Fléttubrauð Helgu

Uppskrift dagsins kemur Helgu, safnverði á Árbæjarsafni. Þetta eru fléttubrauð sem ávallt eru höfð með aspassúpunni á aðfangadagkvöli á hennar heimili. Fléttubrauð efni 1 dl heitt vatn 1 1/2 dl súrmjólk 2 1/2 tsk þurrger 5 dl hveiti 1 dl … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð á Íslandi, Heimabakað brauð, Jóladagatal | Merkt ,

15. desember – Súkkulaðibitakökur safnkennarans

Safnkennararnir á Þjóðminjasafni Íslands standa í ströngu þessa daga við að taka á móti áhugasömum nemendum sem vilja fræðast um jólasveinana okkar. Á hverjum degi kl. 11 mætir jólasveinn dagsins í Þjóðminjasafnið og heilsar upp á krakkana og segir þeim … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð á Íslandi, Jóladagatal | Merkt

13. desember – Laufabrauð

„Laufabrauð, laufótt brauð, sem hnoðað er úr hreinu hveiti, en þunnt og útskorið með margvíslega löguðum myndum, smurt með smjöri og soðið yfir eldi; það er þeim sætabrauð.“ Jón Ólafsson frá Grunnavík um 1736  „Laufabrauð eða kökur af hveitideigi, vættu … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð á Íslandi, Jóladagatal, Laufabrauð, Laufabrauðsuppskriftir | Merkt

12. desember – Brúnterta handa gamla

Uppskrift dagsins kemur frá Gerði Róbertsdóttur, deildarstjóra varðveisludeildar á Árbæjarsafni. Þessi uppskrift hefur verið lengi í fjölskyldunni og sérstaklega vinsæl fyrir jólin. Brúnterta hrærð efni 250 gr smjör 250 gr sykur 3 egg 2 dl súrmjólk 500 gr sýróp 750 gr hveiti … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð á Íslandi, Jóladagatal | Merkt

11. desember – Íslensk jólakaka

Uppskrift dagsins er hin klassíska jólakaka. Í bók Árna Björnssonar Í jólaskapi  (bls. 58-59) segir um jólakökuna: „Ekki er kunnugt um nema eina sætabrauðstegund, sem beinlínis er kennd við jólin, þ.e. jólakaka, en er reyndar löngu hætt að vera bundin … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð á Íslandi, Jóladagatal | Merkt ,

9. desember – Jólakökur Sigurbjargar

Sigurbjörg K. Ásgeirsdóttir sendi Brauðbrunni uppskriftir dagsins. Amma hennar, sem var fædd árið 1899, bakaði ávallt þessar kökur fyrir jólin. Hún bakaði fyrst á hlóðum, síðan á kolaeldavél og síðast á olíuvél. Hún kunni þó einna best við kolaeldavélina. Sigurbjörg … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð á Íslandi, Jóladagatal | Merkt

Hveitikökur – ómissandi með kjötinu

Þann 24. maí 2008 var haldið málþing á Patreksfirði sem bar heitið Matur og menning á suðursvæði Vestfjarða. Þar hélt Anna Jensdóttir erindi sem bar yfirskriftina Hveitikökur – ómissandi með kjötinu. Eftirfarandi klausa er úr erindi Önnu: „Hveitikökurnar okkar hafa … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð á Íslandi, Uppskriftir vestfirskar hveitikökur, Vestfirskar hveitikökur | Merkt

Hveitikökur frá Flateyri

Í þessari hveitikökuuppskrift frá Flateyri eru notaðar kartöflur. Efni: 1 kg hveiti 2 msk sykur 200 g smjörlíki 2 egg 8-10 tsk ger 4-5 meðalstórar nýsoðnar kartöflur 1/4 tsk salt 3 pelar súrmjólk (meira ef þarf) Aðferð: Kartöflur stappaðar heitar … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð á Íslandi, Uppskriftir vestfirskar hveitikökur, Vestfirskar hveitikökur | Merkt , ,