Ólífubyggbrauðið hans Stefáns

Brauðbrunni barst nú nýverið þessi skemmtilega uppskrift af ólívubyggbrauði. Höfundur þess, hann Stefán, útbjó þessa uppskrift því honum langað til að baka brauð úr soðnu byggi og líka gleðja dótturson sín sem er sólginn í ólífur.

Það kom Stefáni á óvart að bragðið af ólífíunum er passlegt og nær ekkert bragð af engifernum en hann lyftir þau brauðinu. Mikilvægast er þó að muna að deigið þarf svolítið af trú, hlýju, gleði, mjúkum höndum og góðum hug.

Brauðbrunnur þakkar Stefáni kærlega fyrir þessa ljúffengu uppskrift og er sammála honum að það er fátt betra en nýbakað brauð.

Ólífubyggbrauð

Hveiti 4dl.
Soðið bygg 1dl.
Ólívur fylltar, 1dl. skornar í sneiðar og mældar þannig.
Ger 1bréf.
Salt 1tesk.
Engiferduft. 1tesk.
Sinnep 1tesk.
Ólivuolía skvetta.
Mjólk ca.1dl. tæplega þó.

Hnoðað saman og látið hefast í 60mín.
Hnoðað aftur og látið hefast í 30mín
Hnoðað og formað í brauð, skoriði í það og látið hefast í a.m.k. 15 til 20 mín á ofnhurðinni á meðan ofninn er að hitna, ca. 210gr. (þá blæs það út) Bakist í ca. 20mín.

Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.