Ólafur Ingi Reynisson hjá Kjöt og kúnst

 Hverarúgbrauð á útigrilli

Ólafur Ingi Reynisson, veitingamaður í Hveragerði, vaknaði eina nóttina með þá frábæru hugmynd í kollinum að útbúa hveraeldhús, eldhús þar sem eingöngu væri notast við hvergufu til eldunar. Hugmyndin varð að veruleika með sælkerastaðnum Kjöt og kúnst og í dag er bakstur á hverarúgbrauði hluti af þessu hugverki hans. Hveraeldhúsið hefur hlotið mikla athygli enda útfærði Ólafur matreiðslu sína með hliðsjón af væntingum ferðamannsins og tókst einstaklega vel að sameina sögu lands og sérstöðu náttúru í matarmenningu.

Ólafur lagði mikið á sig við að láta drauminn um hveraeldhús rætast. Hann keypti  hús þar sem áður var rekin bensínstöð og verslun. Staðurinn er nálægt háhitasvæðinu í hjarta bæjarins og 170°c heitu vatni er veitt beint inní eldhús. Ólafur tengdi allar lagnir sjálfur og vann hugvitlega að því að hanna eldhúsið. Ýmis vandamál komu upp, t.d. reyndist vatnið  of heitt fyrir vatnslögn en það var leyst með því að veita því í gömlu olíutankana á lóðinni og þar fær það að kólna.

Fyrst bakaði Ólafur rúgbrauðið í hveraofni innanhús en fljótlega smíðaði hann sér eldunaraðstöðu utandyra og þar bakar hann brauðið í þéttlokuðum ofnskúffum. Eldunarstæðið er líkast stóru útigrilli sem hverfur í gufunni frá hverahitanum. Skúffurnar fara á grillið og brauðið bakast á sólahring. Ein megin ástæða þess að Ólafur byrjaði að baka úti var til að mæta óskum gesta sinna. Hann sá að það skipti fólk miklu máli að sjá hvernig brauðið var bakað, jafnvel fá það beint úr bökun á diskinn. Nálægðin sem skapaðist við matseldina jók ánægju neytandans. Gesturinn fræddist jafnframt um sögu og náttúru staðarins; allt í gegnum brauðið eða annan mat sem Ólafur eldaði yfir  hveragufunni. 

Ólafur þróaði uppskriftina og baksturlagið eftir sínum þörfum. Hann hefur deigið lint og lætur það ekki hefast fyrir bakstur, en þegar deigið er komið í form leggur hann plast yfir það. Brauðið er bakað með plastinu yfir og þegar það kemur úr hitanum eru stungin nokkur loftgöt á plastið en að öðru leyti látið vera. Ólafur fann að geymsluþol brauðsins jókst við þetta og bragðgæðin urðu meiri. 

Það sem heillaði Ólaf fyrst og fremst var sérstaðan við hverabakstur og að geta boðið gestum sínum uppá eitthvað einstakt. Hann sá líka hagkvæmni og aukin gæði í að nota hveragufuna. Sú hugmynd að geta beislað náttúruöflin höfðaði líka sterkt til hans. Hann bakar brauðið því með stolti frumkvöðuls sem fór nýja leið sem byggir þó á arfleið forfeðranna.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s