Heimsins besta brauð

Hér kemur uppskrift af heimssins besta brauði en er hún norsk að uppruna:

Efni

100gr pressuger

1 kg fínt heilhveiti

1 kg gróft heilhveiti

250 gr sojamjöl

3 dl hveitispírur

4 dl haframjöl

1 msk salt

3 msk sesamfræ

2 ltr vatn

hveiti á vinnuborð

Aðferð

Gerið hrært út í volgu vatni, öllu öðru efni sem tiltekið er, blandað saman við. Hnoðað vel, það er léttast að gera það í hrærivél með hnoðkróki. Látið bíða á hlýjum stað og lyfta sér um helming.

Deigið látið á hveitistráð vinnuborð og hnoðað vel. Mótað í fjögur brauð sem sett eru í vel smurð mót. Brauðin látin lyfta sér um stund. Ofninn hitaður í 250°og brauðin bökuð í 15 mínútur. Hitinn lækkaður í 150°og bakað áfram í eina klukkustund. Ef barið er létt á brauðin heyrist tómahljóð þegar þau eru fullbökuð. Brauðin eru þung en bragðgóð og mjög holl.

 

Þessi færsla var birt í Brauð í norðri, Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.