Hveitikökur – steiktar eins og kleinur

Brauðbrunni barst frásögn frá Magnús þar sem hann segir frá því að á hans heimili hafi ekki tíðkast laufabrauð á jólunum heldur bakaðar hveitikökur steiktar í feiti eins og kleinur. Hver kaka er um 1/2 lófi að stærð og oft putti á breidd á þykkt. Þær þykja algjört lostæti með smjöri og hangikjöti. Siðurinn er frá ömmu hans komin sem fædd er árið 1915 og ólst upp í Dölunum.

Brauðbrunnur þakkar Magnúsi kærlega fyrir þessa skemmtilegu frásögn.

Birt í Heimabakað brauð, Laufabrauð, Vestfirskar hveitikökur | Merkt

Flatbrauðið hennar Phyllis Nduku

Nú nýverið tók Aðalheiður Steindórsdóttir þjóðfræðinemi viðtöl við 14 innflytjendur um brauðmenningu þeirra hér á landi fyrir Þjóðminjasafn Íslands.

Aðalheiður hitti meðal annars Phyllis Nduku frá Kenía og sýndi Phyllis henni hvernig á að útbúa Chapati. Aðalheiður tók upp á myndband þegar Phyllis var að baka flatbrauðið og má sjá það hér.

Birt í Brauð og innflytjendur, Heimabakað brauð | Merkt ,

Ólífubyggbrauðið hans Stefáns

Brauðbrunni barst nú nýverið þessi skemmtilega uppskrift af ólívubyggbrauði. Höfundur þess, hann Stefán, útbjó þessa uppskrift því honum langað til að baka brauð úr soðnu byggi og líka gleðja dótturson sín sem er sólginn í ólífur.

Það kom Stefáni á óvart að bragðið af ólífíunum er passlegt og nær ekkert bragð af engifernum en hann lyftir þau brauðinu. Mikilvægast er þó að muna að deigið þarf svolítið af trú, hlýju, gleði, mjúkum höndum og góðum hug.

Brauðbrunnur þakkar Stefáni kærlega fyrir þessa ljúffengu uppskrift og er sammála honum að það er fátt betra en nýbakað brauð.

Ólífubyggbrauð

Hveiti 4dl.
Soðið bygg 1dl.
Ólívur fylltar, 1dl. skornar í sneiðar og mældar þannig.
Ger 1bréf.
Salt 1tesk.
Engiferduft. 1tesk.
Sinnep 1tesk.
Ólivuolía skvetta.
Mjólk ca.1dl. tæplega þó.

Hnoðað saman og látið hefast í 60mín.
Hnoðað aftur og látið hefast í 30mín
Hnoðað og formað í brauð, skoriði í það og látið hefast í a.m.k. 15 til 20 mín á ofnhurðinni á meðan ofninn er að hitna, ca. 210gr. (þá blæs það út) Bakist í ca. 20mín.

Birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð | Merkt , ,

Hvernig á að búa til íslenskar pönnukökur.

Þetta skemmtilega myndband er að finna á vefsíðunni vimeo. Nú er bara að byrja að baka.

Eigandi myndbands: icelandwantstobeyourfriend.com

Birt í Brauð á Íslandi, Heimabakað brauð | Merkt

Heimsins besta brauð

Hér kemur uppskrift af heimssins besta brauði en er hún norsk að uppruna:

Efni

100gr pressuger

1 kg fínt heilhveiti

1 kg gróft heilhveiti

250 gr sojamjöl

3 dl hveitispírur

4 dl haframjöl

1 msk salt

3 msk sesamfræ

2 ltr vatn

hveiti á vinnuborð

Aðferð

Gerið hrært út í volgu vatni, öllu öðru efni sem tiltekið er, blandað saman við. Hnoðað vel, það er léttast að gera það í hrærivél með hnoðkróki. Látið bíða á hlýjum stað og lyfta sér um helming.

Deigið látið á hveitistráð vinnuborð og hnoðað vel. Mótað í fjögur brauð sem sett eru í vel smurð mót. Brauðin látin lyfta sér um stund. Ofninn hitaður í 250°og brauðin bökuð í 15 mínútur. Hitinn lækkaður í 150°og bakað áfram í eina klukkustund. Ef barið er létt á brauðin heyrist tómahljóð þegar þau eru fullbökuð. Brauðin eru þung en bragðgóð og mjög holl.

 

Birt í Brauð í norðri, Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð | Merkt , ,

Ása Ketilsdóttir býr til flatkökur

Á YouTube er að finna skemmtilegt myndband þar sem Ása Ketilsdóttir kvæðakona kennir flatbrauðsgerð. Hinn þekkti danski fræðimaður og „Íslandsvinur“ Svend Nielsen tók efnið upp árið 1992. Myndbandið er í þremur hlutum.

 

 

Birt í Brauð á Íslandi, Heimabakað brauð | Merkt

24. desember – Brauðið hennar ömmu

Jólin eru að koma. Klukkan sex hringja klukkurnar inn jólin og ró og friður færist yfir byggðir og ból. Allt er tilbúið eða svona hér um bil. Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi eins og segir í kvæðinu  og ekki sakar ilmurinn af nýbökuðu brauði. Brauðið er brauðið hennar ömmu Helgu.

Helga var fædd árið 1903 á Ísafirði en flutt ung til Flateyrar með foreldrum sínum. Hún giftist árið 1925 Guðmundi og fluttu þau til Reykjavíkur árið 1926. Helga starfaði sem húsmóðir í Reykjavík til dauðadags árið 1982. Helga og Guðmundur áttu sex börn.

Þetta brauð bakaði Helga oft og iðulega fyrir fjölskylduna og hefur þessi uppskrift fylgt fjölskyldunni ætíð síðan. Hvaðan Helga fékk uppskriftina er ekki vitað en kannski kom hún frá móðir hennar eða úr Húsmæðraskólanum sem Helga sótti.

Þetta brauð þykir algjört lostæti með heimagerðri kæfu.

Brauðið hennar ömmu Helgu

Efni:

4 bollar hveiti

4 tsk lyftiduft

1 tsk sykur

1 tsk salt

2,5 dl mjólk, eða súrmjólk

 Aðferð:

Hnoðað, skornar þrjár rendur í brauðið og bleytt með mjólk eða vatni.

Bakist við 200°c í ca 30 til 40 mín

GLEÐILEG JÓL

Birt í Jóladagatal | Merkt , ,

23. desember – Danskt rúgbrauð

Uppskrift dagsins kemur Højer Mølle safninu á suður Jótlandi. Uppskriftin er af rúgbrauði sem er ákaflega vinsælt á Jótlandi.

Um brauðið segir:

„Sønderjysk rugbrød er kendetegnet ved en saftig konsistens, kraftig smag af rug og sin smukke halvmåneform med mørk, sprød skorpe. Den fintmalede rug giver smagen, mens konsistensen skyldes den særlige bagemetode – gistning.Ved gistning sætter man brødet ind i en meget varm ovn, så dejens porer straks lukkes, og der dannes skorpe på hele brødet. Derpå sænkes varmen og brødet bages almindeligt.I en moderne bageovn kan det klares ved at lukke ovnens ventiler, før brødet sættes ind og først lukke dem op igen efter 5-7 minutter.I gamle dage, hvor man bagte med eftervarmen i den store bageovn, foretog man gistningen ved at stikke brød ind midt i ovnen, hvor ild og gløder var skubbet op til hver side. Varmen dannede på få øjeblikke skorpe på brødene, som derpå blev taget ud og ovnen renset. Brødene blev så sat ind på ovnbunden igen og bagt færdige med eftervarmen i stenene. Gistning kendes især fra Vest- og Sønderjylland. Ordet gist betegner noget tørt, og er i slægt med ordet geest, der betegner det tørre land bag marsken.“

Danskt rúgbrauð

Danskt rúgbrauð

 

Danskt rúgbrauð

Súrdeig

1 dl súrar áfir

5 gr. ger (kan udelades)

Hrært saman með rúgmjöli þar til það er orðið eins þykkt og súrmjólk. 

Látið standa í 2 daga við stofuhita.

Dagur 3: Hrært vel í blöndunni.

Dagur 4: Sett útí  1 dl vatn og rúgmjöl þar til það er orðið eins og deig.

Látið standa 1 dag í ísskáp og er þá tilbúið til notkunar.

Efni

Allt súrdeigið

1 l vatn

500 gr. sigtað rúgmjöl

40 gr. salt

(10 g ger – kan udelades)

Rúgmjöl, bætið þar deigið sleppir hönd og borði

Deigið látið hvíla í skál í ca 1 klukkustund.

Takið 300 gr frá til að nota þegar næst á að baka rúgbrauð.

Deiginu er skipt í eitt, tvö eða þrjú stykki. Því sem brauðið er stærra því lengri er bökunartíminn. Lagt á bökunarplötu, smurð með vatni og látið hefast á hlýjum stað. Það fer allt eftir gæðum súrdeigsins og hvort að það sé ger í brauðinu hve lengi brauðið er látið hefast, allt frá 30 mín í klukkutíma. Áður en brauðið er sett inn er brauðið penslað með vatni. Brauðið sett í 250°heitan ofn sem er lækkað niður í 220° um leið og það fer inn. Bakist í 45 – 60 mín.

Birt í Brauð í norðri, Heimabakað brauð, Jóladagatal, Rúgbrauðsuppskriftir | Merkt , ,

22. desember – Finnskt jólabrauð

Uppskrift dagsins er að finnsku jólabrauði. Uppskriftin kemur frá Lapplandi og heitir brauðið á frummálinu Ahkunleipä, sem þýðir brauðið sem amma bakaði með ást og umhyggju. Brauð þetta er gjarnan bakað þegar mikið stendur til, hvort sem það eru jól, brúðkaup eða jarðafarir.

Hreindýr í Finnlandi

Hreindýr í Finnlandi

”Ahkunleipä” frá Länsi-Uusimaa í  vestur- Lapplandi

efni

1 dl vatn

100 gr. ger

1 tsk. salt

1 dl síróp

12 dl vatn

2 dl rúsínur

600 gr. rúgmjöl

1,2 kg hveit

 aðferð

Leysið gerið upp í volgu vatni. Blandið helmingnum af mjölinu út í. Hrærið vel og látið deigið hefast á þar til það hefur tvöfaldað sig á hlýjum stað. Hnoðið deigið með afganginum af mjölinu og öðru hráefni þar til það sleppir hönd og borði. Skiptið því í 6 hluta og myndið hringlaga brauð. Leyfið þeim að hefast í ca 30 mínútur. Brauðin bakist í 1 tíma við 200°. Á meðan bökun stendur penslið brauðið með sírópsvatni. Þegar búið er að baka brauðin er sett yfir klútur til að koma í veg fyrir að skorpan verði of hörð.

Birt í Heimabakað brauð, Jóladagatal, Rúgbrauðsuppskriftir | Merkt , ,

21. desember – Eistneskt rúgbrauð

Uppskrift dagsins kemur frá Landbúnaðarsafninu í Eistlandi og er af rúgbrauði. Jólin hafa mikla þýðingu í Eistlandi en á sovéttímanum var bannað að halda upp á jólin. Á fyrsta sunnudegi í aðventu er kveikt á kertum og gefnar aðventugjafir. Hefðbundin jólamatur í Eistlandi er svínakjöt með súrkáli sem soðið er með bygggrjónum.

Eistneskt rúgbrauð

Eistneskt rúgbrauð

Eistneskt rúgbrauð

Rúgbrauð

1 l volgt vatn

100 g súrdeig

2 tsk. salt

2 tsk. sykur

1,4 kg rúgmjöl

aðferð

Blandið súrdeiginu með 0,7 l af volgu vatni og helmingnum af mjölinu og látið það standa í 12 tíma á hlýjum stað. Setjið salt, sykur og það sem eftir er af vatninu ásamt mjölinu út í deigið. Hnoðið það vel þar til deigið sleppur hönd og borði. Deigið er látið hefast á hlýjum stað í minnst 2 tíma. Setjið deigið í form og bakið í 1 tíma í heitum ofni, 220°. Þegar bakstri er lokið er deigið fært úr forminu með viskustykki og bankað. Ef það heyrist tómahljóð er brauðið tilbúð. Til að koma í veg fyrir að skorpan verði of hörð er gott að pensla brauðið með köldu vatni og líka með smá olíu eða smjöri. Brauðið er látið hvílast í 2-3 tíma áður en það er borið fram.

Birt í Brauð í norðri, Jóladagatal, Rúgbrauðsuppskriftir | Merkt , ,