Hveitikökur – steiktar eins og kleinur

Brauðbrunni barst frásögn frá Magnús þar sem hann segir frá því að á hans heimili hafi ekki tíðkast laufabrauð á jólunum heldur bakaðar hveitikökur steiktar í feiti eins og kleinur. Hver kaka er um 1/2 lófi að stærð og oft putti á breidd á þykkt. Þær þykja algjört lostæti með smjöri og hangikjöti. Siðurinn er frá ömmu hans komin sem fædd er árið 1915 og ólst upp í Dölunum.

Brauðbrunnur þakkar Magnúsi kærlega fyrir þessa skemmtilegu frásögn.

Þessi færsla var birt í Heimabakað brauð, Laufabrauð, Vestfirskar hveitikökur og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.