21. desember – Eistneskt rúgbrauð

Uppskrift dagsins kemur frá Landbúnaðarsafninu í Eistlandi og er af rúgbrauði. Jólin hafa mikla þýðingu í Eistlandi en á sovéttímanum var bannað að halda upp á jólin. Á fyrsta sunnudegi í aðventu er kveikt á kertum og gefnar aðventugjafir. Hefðbundin jólamatur í Eistlandi er svínakjöt með súrkáli sem soðið er með bygggrjónum.

Eistneskt rúgbrauð

Eistneskt rúgbrauð

Eistneskt rúgbrauð

Rúgbrauð

1 l volgt vatn

100 g súrdeig

2 tsk. salt

2 tsk. sykur

1,4 kg rúgmjöl

aðferð

Blandið súrdeiginu með 0,7 l af volgu vatni og helmingnum af mjölinu og látið það standa í 12 tíma á hlýjum stað. Setjið salt, sykur og það sem eftir er af vatninu ásamt mjölinu út í deigið. Hnoðið það vel þar til deigið sleppur hönd og borði. Deigið er látið hefast á hlýjum stað í minnst 2 tíma. Setjið deigið í form og bakið í 1 tíma í heitum ofni, 220°. Þegar bakstri er lokið er deigið fært úr forminu með viskustykki og bankað. Ef það heyrist tómahljóð er brauðið tilbúð. Til að koma í veg fyrir að skorpan verði of hörð er gott að pensla brauðið með köldu vatni og líka með smá olíu eða smjöri. Brauðið er látið hvílast í 2-3 tíma áður en það er borið fram.

Þessi færsla var birt í Brauð í norðri, Jóladagatal, Rúgbrauðsuppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.