Uppskrift dagsins er að finnsku jólabrauði. Uppskriftin kemur frá Lapplandi og heitir brauðið á frummálinu Ahkunleipä, sem þýðir brauðið sem amma bakaði með ást og umhyggju. Brauð þetta er gjarnan bakað þegar mikið stendur til, hvort sem það eru jól, brúðkaup eða jarðafarir.
”Ahkunleipä” frá Länsi-Uusimaa í vestur- Lapplandi
efni
1 dl vatn
100 gr. ger
1 tsk. salt
1 dl síróp
12 dl vatn
2 dl rúsínur
600 gr. rúgmjöl
1,2 kg hveit
aðferð
Leysið gerið upp í volgu vatni. Blandið helmingnum af mjölinu út í. Hrærið vel og látið deigið hefast á þar til það hefur tvöfaldað sig á hlýjum stað. Hnoðið deigið með afganginum af mjölinu og öðru hráefni þar til það sleppir hönd og borði. Skiptið því í 6 hluta og myndið hringlaga brauð. Leyfið þeim að hefast í ca 30 mínútur. Brauðin bakist í 1 tíma við 200°. Á meðan bökun stendur penslið brauðið með sírópsvatni. Þegar búið er að baka brauðin er sett yfir klútur til að koma í veg fyrir að skorpan verði of hörð.