Í ljósi þess hve innflytjendum hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi var talið áhugavert að skoða brauðneyslu þeirra innan ramma samnorræns verkefnis sem ber heitið Brauð á Norðurlöndum.
Rætt var innflytjendur frá fjórum löndum með það fyrir augum að fá nokkra hugmynd um hvort brauðneysla þeirra hefði breyst við að flytja til Íslands. Þessi lönd voru Pólland, Svíþjóð, Tonga og Víetnam og var talað við einn frá hverju landi.
Anna kemur frá Svíþjóð en þar er brauð mjög algeng fæðutegund. Hún hefur búið á Íslandi í þrjú ár. Anna kaupir mest brauð í Bónus og einstaka sinnum sænsk brauð, hrökkbrauð og þunnt hvítt brauð sem heitir polar bröd. Hún bakar stundum brauð og fyrir Lúsíumessu, 13. desember, býr hún til svo kallaðar Lúsíubollur.