Brauð í norðri og Norsam

Í Brauðbrunninum er að finna heimildir og frásagnir um brauð á Íslandi sem safnað var saman í tilefni af verkefninu Brauð í norðri á vegum NORSAM.

NORSAM er samhæfingarhópur norrænna safna um samtímasöfnun og rannsóknir. Markmið hans er að efla og hvetja söfn til samvinnu og er áhersla lögð á að norræn söfn fylgist með þróun samtímasöfnunar á alþjóðavettvangi.

 NORSAM stofnaði til verkefnisins Brauð í norðri og kynnti það á norrænni safnaráðstefnu í Malmö í apríl 2009. Tuttugu og fimm söfn  á Norðurlöndum og í Eistlandi ákváðu að skrá og rannsaka afmarkaðan þátt sem tengist brauði og brauðmenningu og nota tækifærið til þess að öðlast reynslu og kunnáttu í að miðla niðurstöðum samtímasöfnunar á netinu. Hvert safn mótaði verkefnið á eigin forsendum og því voru verkefnin afar mismunandi bæði hvað varðar stærð og viðfangsefni. Verkefninu lauk árið 2012 og voru niðurstöðurnar kynntar á vefsíðunni http://www.maihaugen.no/no/samtid/Norden/Brod-i-Norden/

Hér á landi tóku fimm söfn þátt í verkefninu en það voru:

  •   Byggðasafn Árnesinga: Hverarúgbrauð
  •   Byggðasafnið á Hnjóti: Vestfirsku hveitikökurnar
  •   Minjasafnið á Akureyri: Laufabrauð – frá nauðsyn til markaðar
  •   Þjóðháttasafn Þjóðminjasafns Íslands: Brauðmenning nýbúa á Íslandi
  •   Minjasafn Reykjavíkur – Árbæjarsafn: Bakar þú þitt eigið brauð? Bakstur og brauðgerð í heimahúsum

Þegar verkefnið fór af stað árið 2009 var Byggðasafnið á Skógum á meðal þátttakenda og ætlaði að fjalla um korn til brauðgerðar og fylgjast með kornrækt á Þorvaldseyri. Vegna eldsumbrota í Eyjafjallajökli vorið 2010 varð safnið að draga sig úr verkefninu.

Gerð síðunnar annaðist Helga Maureen Gylfadóttir, safnvörður á Minjasafni Reykjavíkur. Síðan var hluti af lokaverkefni Helgu í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Ísland. Netfang Helgu er helga.maureen.gylfadottir@reykjavik.is

Brauð í norðri

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s