Brauð og innflytjendur

Brauð er ein af elstu fæðutegundum mannsins og þekktist þegar á forsögulegum tíma. Vitað er að Egyptar bökuðu brauð um 2500 fyrir Krist og höfðu lært það af Babýlóníumönnum. Mikið var um bakstur í rómverska heimsveldinu og dreifðist kunnáttan þaðan um Evrópu. Á Íslandi var hins vegar mjög lítið um brauð fyrir aldamótin 1800 og var harðfiskur borðaður í staðinn.

Í ljósi þess hve innflytjendum hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi var talið áhugavert að skoða brauðneyslu þeirra innan ramma samnorræns verkefnis sem ber heitið Brauð á Norðurlöndum. Mörg söfn taka þátt í verkefninu þar á meðal fimm íslensk minjasöfn. Þjóðminjasafn Íslands tók að sér að kanna neyslu á brauði meðal innflytjenda hér á landi.

Frá árinu 2000 hefur fjöldi erlendra ríkisborgara þrefaldast á Íslandi, en í dag eru þeir um 22 þúsund eða 7% íbúa. Innflytjendur koma frá öllum heimshornum eða 179 löndum en á jörðinni eru samtals 195 lönd. Helmingur þeirra er frá Póllandi en næst stærsti hópurinn kemur frá Norðurlöndunum og þar næst Asíu.

Rætt var innflytjendur frá fjórum löndum með það fyrir augum að fá nokkra hugmynd um hvort brauðneysla þeirra hefði breyst við að flytja til Íslands. Þessi lönd voru Pólland, Svíþjóð, Tonga og Víetnam og var talað við einn frá hverju landi.

Viðtölin gefa ákveðna vísbendingu um aðlögun að íslensku samfélagi og að innflytjendur hafi ekki tekið brauðmenningu sína með sér til landsins nema að takmörkuðu leyti. Meira er um að bakaðar séu kökur eða bollur frá heimalandinu og virðist brauð því ekki vera hluti af sjálfsmynd innflytjenda, þótt viðtölin tali auðvitað mest fyrir sig sjálf.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s