20. desember – Grænlensk jólakaka

Uppskrift dagsins kemur frá safninu í Narsaq í suðurhluta Grænlands. Kakan heitir kalaallit kaagiat á frummálinu.

Grænlensk jólakaka

Grænlensk jólakaka

Kalaallit kaagiat – grænlensk kaka

efni

500 gr hveiti

100 gr margarín

75 gr sykur (stødt melis)

50 gr ger

50 gr rúsínur

1 tsk salt

1 egg

3 dl mjólk

aðferð

Bræðið margarínið og setjið mjólkina út í og hitið lítillega. Egginu og sykrinum bætt út í og hrært saman. Öðrum hráefnum blandað saman við og deigið hnoðað vel. Þá er deigið látið hefast í einn tíma og þá hnoðað á ný. Sett í form og látið hefast í smá stund. Þá er penslað yfir með kaffi og sykri dreift yfir. Bakist í 30-35 mín við 200°.

Birt í Brauð í norðri, Jóladagatal | Merkt ,

19. desember – Danskar jólakleinur

Uppskrift dagsins kemur frá Piu safnverði á Þjóðminjasafni Danmerkur. Hún er af kleinum en þær eru algengt jólameðlæti í Danmörku.

Danskar jólakleinur

Kleinurnar hennar ömmu

efni

1 kg hveit

5  egg

125 gr smjör

2 msk (15 ml) rjómi

börkur af einni sítrónu

djús af 1 sítrónu

1 tsk. (5 ml) hjartasalt

1 tsk. (5 ml) fínt salt

250 gr. sykur

½-1 spsk. (15 ml) rósarvatn (rosenvand)

1 kg svínafeiti

Vanillusykur

Hér er aðferðin samkvæmt frásögn Piu:

1) Historien om fremstillingen af klejnedej

Min mor hælder melet ud på bordet i en bunke. Heri laver hun huller og i hullerne blev de øvrige ingredienser lagt. Så begyndte æltningen. Som børn stod vi og kiggede på denne forvandling til dej. Vi holdt øje med om lidt æg eller fløde løb af sted, og min mor indfangede det “bortløbne” med lidt mel. Sådan er klejnedejen blevet samlet i flere generationer i min familie.

2) Fremstilling af klejnedejen nu til dags

I dag laver vi dejen på røremaskinen, hælder alle ingredienserne i maskinen og ælter den med æltekrogen til den er smidig. Dejen rulles ud, og kagerne skæres ud med en klejnespore og endes. I vores familie har klejner altid været forskellige – nogen har været korte og nogle har været lange (op til 20 cm) – og nogle er tykke og nogle er ganske tyndt rullet ud, så man kan se bordpladens mønster gennem dejen. De tynde laver altid flotte bobler – noget, vi også nød at stå at holde øje med, da vi var børn. Vi plejer at rulle al dejen ud, vende klejnerne og lægge dem på meldryssede plader og spækbrætter. Først når al dejen er formet til klejner, begynder vi kogningen.

NB. Hvis dejen er lidt for hård, kan der tilsættes lidt ekstra fløde.

3) Kogningen

Vi bruger ukrydret svinefedt til at koge klejnerne i. I slutningen, når fedtet er blevet kedeligt”, kommer vi en skrællet gulerod ned i. Det siges at rense fedtet.

4) Fuglemad

Når klejnekogningen er helt færdigt, hælder vi fuglefrø i fedtet og lader det stivne i gryden. Man kan også lade det stivne i beholdere, som senere kan hænges ud til fuglene.

5) Opbevaring

Når alle klejnerne er kogt og har dryppet af på brunt papir, lægges de i dåser. For hvert lag klejner, der lægges i dåsen, drysses med vaniljesukker. Min mor laver 5 slags småkager til jul, og klejnerne er altid det sidste, der bliver lavet. Når klejnerne bliver lagt i dåsen, er der ikke længe til jul.

Birt í Jóladagatal | Merkt ,

18. desember – Norskt jólabrauð

Uppskrift dagsins kemur frá Helgeland safninu í Noregi.

Jólabrauð Sandviks bakara

efni í fjögur stór brauð

1,5 kg sigtað rúgmjöl

1 kg sigtað hveiti

250 gr dökkt síróp

0,5 dl sykur

100 gr rúsínur

50 gr smjör

1/2 tsk salt

50 gr ger

volgt vatn, hæfilegt magn til að búa til deig

aðferð

Hnoðað kröfuglega í tvær mínútur, síðan rólegra í 10 mínútur. Látið hefast vel og síðan bakað við 200° í 40 mínútur. Kælt á grind.

Jólabrauð Sanviks

Norskt jólabrauð

 

 

 

Birt í Brauð í norðri, Jóladagatal | Merkt , ,

17. desember – Eistneskt jólabrauð

Uppskrift dagsins kemur frá Eistlandi. Líkt og á Norðurlöndunum, þá er algengt í Eistlandi að móta jólabrauðið eftir kúnstarinnar reglum. Jólabrauðið frá Eistlandi er í laginu eins og grís.

Eistneskt jólabrauð

Eistneskt jólabrauð

Uppskriftin kemur frá Kerle Arula safnverði á Landbúnaðarsafni Eistlands.

Eistneskt jólabrauð

efni

1 l volgt vatn

100 gr súrdeig

2 tsk salt

2 tsk sykur

50 gr rúsínur

50 gr hesilhnetur

1,4 kg rúgmjöl

aðferð

Blandið súrdeiginu með 0,7 l af vatni og helmingnum af mjölinu og látið standa á hlýjum stað í 12 tíma. Bætið út í deigið salti, sykri, restinni af vatninu, hnetum, rúsinum og það sem eftir er af mjölinu. Hnoðið vel þar til deigið sleppur hendi og borði. Því næst látið deigið hefast í tvo tíma á hlýjum stað. Þá er deigið tekið og úr því mótað litlir grísir og í augastað er notaðar rúsínur eða hesilhnetur. Brauðið er bakað í klukkustund í 220° heitum ofni. Takið brauðið út og hef það heyrist tómahljóð þegar það er bankað er brauðið tilbúið. Til að koma í veg fyrir að skorpan verði of hörð þá er best að pensla brauðið með köldu vatni og smá olíu eða smjöri en þá glansar það svo fallega. Látið brauðið standa í ca 2-3 tíma áður en það er borið fram.

Birt í Brauð í norðri, Jóladagatal | Merkt ,

16. desember – Fléttubrauð Helgu

Uppskrift dagsins kemur Helgu, safnverði á Árbæjarsafni. Þetta eru fléttubrauð sem ávallt eru höfð með aspassúpunni á aðfangadagkvöli á hennar heimili.

Fléttubrauð

efni

1 dl heitt vatn

1 1/2 dl súrmjólk

2 1/2 tsk þurrger

5 dl hveiti

1 dl heilhveiti

25 gr smjör

1/2 tsk salt

1 tsk sykur

aðferð

Blanda saman í skál hveiti, heilhveiti, þurrgeri, salt og sykri en takið frá 1 dl af hveiti til þess að hnoða saman við síðar. Myljið smjörið saman við. Velgjið vökvann og hellið honum í skálina, hrærið saman. Hnoðið deigið þar til það sleppur bæði hönd og borði. Setjið deigið aftur í skálina og komið henni fyrir í heitu vatni í vaskinum. Breiði yfir og látið lyfta sér í 15-20 mín. Hnoðið aftur og skiptið í þrjá jafna hluta. Mótið deigið í lengjur og fléttið saman. Penslið með eggi og stráið sesamfræum yfir. Látið lyfta sér á plötunni í 10-15 mín. Bakið neðst í 220° heitum ofni í 30 min.

Birt í Brauð á Íslandi, Heimabakað brauð, Jóladagatal | Merkt ,

15. desember – Súkkulaðibitakökur safnkennarans

Safnkennararnir á Þjóðminjasafni Íslands standa í ströngu þessa daga við að taka á móti áhugasömum nemendum sem vilja fræðast um jólasveinana okkar. Á hverjum degi kl. 11 mætir jólasveinn dagsins í Þjóðminjasafnið og heilsar upp á krakkana og segir þeim sögur. Uppskrift dagsins að súkkulaðibitakökum kemur frá öðrum safnkennaranum og eru hreint út sagt yndislegar. Frekari upplýsingar um heimsóknir jólasveinanna er að finna á síðu safnsins.

Stekkjastaur

Stekkjastaur. Þjóðminjasafn Íslands

 

Súkkulaðibitakökur að hætti safnkennarans

efni

1 ½ bolli púðursykur

1 bolli hnetusmjör

¾ bolli smjör

1/3 bolli mjólk

1 egg

3 bollar Corn Flakes

2 tsk vanilludropar

1 ½ bolli hveiti

½ tsk natron

1 ½ bolli konsúm súkkulaði, brytjað

Súkkulaði til að dýfa kökunum í

Salthnetur

aðferð

Sykur, smjör og hnetusmjör þeytt saman. Eggi og vanilludropum bætt út í (þeytt út í). Síðan öllum þurrefnum og mjólk hrært út í. Mótað í litlar kúlur og þrýst aðeins á þær. Bakað við 175°C hita í 10 mín. Eftir að kökurnar eru orðnar kaldar, þá er súkkulaði brætt, annarri hlið köku dýft ofan í súkkulaðið og síðan dýft í smátt niðurbrytjaðar salthnetur.

Birt í Brauð á Íslandi, Jóladagatal | Merkt

14. desember – Bessastaðakökur

 

Bessastaðir

Bessastaðir

Uppskrift dagsins eru Bessastaðakökur. Hvort að gestir sem heimsækja Bessastaði í dag eiga von á að vera boðið upp á þessar ágætu smákökur vitum við ekki. En kökurnar eru engu að síður mjög góðar.

Bessastaðakökur

efni

200 gr smjör

200 gr flórsykur

200 gr hveiti

Eggjahvíta

10 sykurmolar, grófsteyttir

40 gr möndlur

aðferð

Best er að skíra smjörið svo kökurnar renni ekki út. Sáldrið saman hveiti og sykur. Myljið kalt smjörið saman við og þrýstið deiginu saman. Það hnoðast ekki og verður alltaf laust í sér. Skiptið því í nokkra hluta og búið til sívalninga sem eru um 3 sm í þvermál. Látið þá standa á köldum stað í a.m.k. 3 klukkustundir. Skerið þá í 2 sm þykkar sneiðar. Látið lítið eitt af eggjahvítu á hverja köku og svolítinn steyttan sykur og saxaðar möndlur. Þurrkið kökurnar, fremur en bakið, í 12 mínútur í 150 gráðu heitum ofni. Kökurnar mega ekki taka lit. Þær eiga að vera því sem næst hvítar.

(Heimild:Maturinn hennar mömmu. Ritstjóri Áslaug Ragnars, Reykjavík 2000, bls. 111)

 

 

Birt í Jóladagatal | Merkt

13. desember – Laufabrauð

„Laufabrauð, laufótt brauð, sem hnoðað er úr hreinu hveiti, en þunnt og útskorið með margvíslega löguðum myndum, smurt með smjöri og soðið yfir eldi; það er þeim sætabrauð.“

Jón Ólafsson frá Grunnavík um 1736

 „Laufabrauð eða kökur af hveitideigi, vættu í sykur-blandinni góðri mjólk eður rjóma, útskornar ýmislega, og soðnar í bræddu smjöri, eru svo algengin, að frá þeim þarf ekki meira að segja.“

Einfalt Matreiðslu vasakver fyrir heldri manna húsfreyjur útg. 1800.
Magnús Stephensen, dómstjóri
Jólaboð í Haganesi 1906. Ljósm. Bárður Sigurðsson.

Jólaboð í Haganesi 1906. Ljósm. Bárður Sigurðsson. ©Þjóðminjasafn Íslands

Á aðventunni safnast vinir og fjölskyldur saman til að undirbúa jólin. Einn þáttur í því er að búa til laufabrauð. Sífellt fleiri landsmenn hafa tekið upp þennan sið sem áður var einkum bundinn við Norðurland. Þjóðarpúls Capacent í desember 2010 kannaði jólavenjur Íslendinga. Í þessari könnun kom fram að 30% Íslendinga sker út eða steikir laufabrauð. Leiða má líkur að því að mun fleiri hafi neytt laufabrauðs en bjuggu þau til. Til samanburðar má geta þess að 40% landsmanna voru með lifandi jólatré og 33% fóru í kirkju.

Það er vel þekkt á Norðurlöndum að gera hátíðarbrauð, ekki síst fyrir jólin. Íslenska brauðið er þó ólíkt að því leiti að það líkist meira skreyttu kexi en brauðhleifi. Laufabrauð er séríslenskt góðgæti sem var einna helst bundið við Norðurland. Laufabrauð er þunn kaka úr hveiti, rúg eða spelti sem steikt er upp úr fitu. Hér áður fyrr var talað um að kökurnar ættu að vera nævurþunnar – svo þunnar að hægt væri að lesa í gegnum þær.

Brauðmenning á Íslandi var öðru fremur mótuð af skorti á hveiti og ekki fyrr en á 20. öld sem brauð varð dagleg neysluvara einkum í þéttbýli en í stað þess kom neysla á harðfiski sem var bæði ódýrari og auðfengnari en hveiti. Brauðið var því haft þunnt svo hægt væri að gera fleiri kökur fyrir heimilisfólk en einnig geymast kökurnar betur en brauðhleifar. Til að gera hinar þunnu kökur fallegar og sem hluta af hátíðarundirbúningi voru þær skornar út í allskyns munstrum einkum laufum og rósum. Þau munstur sem skorin eru út í laufabrauð eru afar fjölbreytt og persónuleg og líklega jafn erfitt að telja þau eins og hólana í Vatnsdalnum eða gígana á tunglinu.

Hér fylgir uppskrift af laufabrauði úr bók Helgu Sigurðardóttur, Matur og drykkur:

Laufabrauð (35 stk.)

Efni:

1 kg hveiti

1 ½ tesk lyftiduft

1 tesk salt

5-6 dl mjólk

Fita til að sjóða í

Aðferð:

Mjólkin er soðin. Hveitið er sett á borð. Þar í blandað salti og lyftidufti, og nú er mjólkinni, sem er sjóðandi heit, hrært í. Hrært, þar til það er alveg jafnt, en á að vera vel þykkt. Þá er deigið hnoðað saman, og nú er það hnoðað, þar til það er gljáandi, hart og sprungulaust, en það má ekki  festast við borðið. Það á að vera seigt og hart. Hnoðið í lengjur, sem skornar eru í jafn stóra bita. Bitarnir hnoðaðir milli handanna í jafnar kökur, sem eru breiddar svo þunnt út sem mögulegt er. Þá er kakan tekin undan diski og skorin með alls konar laufaskurði. Hægt er að skera stafi o.m.fl. Kökurnar eru soðnar í feiti við mikin hita og eiga að vera ljósbrúnar. Laufabrauð er helzt búið til fyrir jólin, og er það gamall og góður siður.   

Heimild: Helga Sigurðardótti: Matur og drykkur, Reykjavík 1949.
Birt í Brauð á Íslandi, Jóladagatal, Laufabrauð, Laufabrauðsuppskriftir | Merkt

12. desember – Brúnterta handa gamla

Gleðileg jól

Gleðileg jól. Merkimiði frá 1950. Árbæjarsafn.

Uppskrift dagsins kemur frá Gerði Róbertsdóttur, deildarstjóra varðveisludeildar á Árbæjarsafni. Þessi uppskrift hefur verið lengi í fjölskyldunni og sérstaklega vinsæl fyrir jólin.

Brúnterta hrærð

efni

250 gr smjör

250 gr sykur

3 egg

2 dl súrmjólk

500 gr sýróp

750 gr hveiti

3 tsk matarsódi

2 tsk negull

2 tsk kanill

2 tsk kakó

aðferð

Venjulegt hrært deig, skipt í fernt, bakað í rúllutertuformum + bökunarpappír við 200°hita í ca 10 mín. Smjörkrem á milli laga, geymist vel í frysti.  .

 

Birt í Brauð á Íslandi, Jóladagatal | Merkt

11. desember – Íslensk jólakaka

Uppskrift dagsins er hin klassíska jólakaka. Í bók Árna Björnssonar Í jólaskapi  (bls. 58-59) segir um jólakökuna:

„Ekki er kunnugt um nema eina sætabrauðstegund, sem beinlínis er kennd við jólin, þ.e. jólakaka, en er reyndar löngu hætt að vera bundin við þau. Orðið jólakaka hlýtur að vera ævafornt, því það hefur komist sem tökuorð inn í bæði finnsku og eistnesku, meðan Norðurlönd voru ennþá heiðin, og heitir þar joulu-kaku og joulu-kak. Orðið Yule-cake er líka til í gamalli ensku. Sú jólakaka hefur sjálfsagt verið ærið frábrugðin þeirri, sem við þekkjum, en orðið virðist sýna, að bakað hafi verið til jólanna í heiðnum sið.“

Jólakaka

efni

150 gr smjör

150 gr sykur

3 egg

250 gr hveiti

2 1/2 tsk lyftiduft

2 tsk kardimommur

1 dl mjólk

120 gr rúsínur

aðferð

Hrærið vel saman smjör og sykur. Bætið eggjunum í, einu í senn, og hrærið vel á milli. Blandið saman hveiti, lyftidufti og steyttum kardimommum og bætið helmingnum af því í deigið, þá mjólkinni og loks því sem eftir er af þurrefnunum ásamt rúsínum. Smyrjið aflangt mót og bakið kökuna í um 45 mínútur við 170 gráðu hita neðst í ofninum.

Jólakort úr safneign Árbæjarsafns

Jólakort úr safneign Árbæjarsafns

 

 

Birt í Brauð á Íslandi, Jóladagatal | Merkt ,