Hveitikökur frá Flateyri

Í þessari hveitikökuuppskrift frá Flateyri eru notaðar kartöflur.

Efni:

1 kg hveiti

2 msk sykur

200 g smjörlíki

2 egg

8-10 tsk ger

4-5 meðalstórar nýsoðnar kartöflur

1/4 tsk salt

3 pelar súrmjólk (meira ef þarf)

Aðferð:

Kartöflur stappaðar heitar og smjörlíkið stappað með, þannig að það bráðni. Síðan eru egg og þurrefni hnoðuð saman við, ásamt súrmjólkinni. Best að hafa deigið sem blautast. Ekki hafðar mjög þunnar. Pikkaðar og bakaðar við vægan hita. Látnar kólna undir hlemmi.

Heimild: Matur og menning á suðursvæði Vestfjarða. Útgefandi: Vestfirska forlagið, 2009.
Þessi færsla var birt í Brauð á Íslandi, Uppskriftir vestfirskar hveitikökur, Vestfirskar hveitikökur og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.