Hveitikökuuppskrift Önnu Jensdóttur

Þann 24. maí 2008 var haldið málþing á Patreksfirði sem bar heitið Matur og menning á suðursvæði Vestfjarða. Þar hélt Anna Jensdóttir erindi sem bar yfirskriftina Hveitikökur – ómissandi með kjötinu. Í hefti sem gefið var út að loknu málþinginu birtist uppskrift Önnu að hveitikökum.

Efni:

8 bollar hveiti

100 g smjörlíki

1 bolli strásykur

6 tsk lyftiduft

1/2 tsk natron

1 tsk hjartarsalt

1 stór ferna létt AB-mjólk

1 egg

Aðferð:

Smjörlíkið linað. Allt hnoðað saman eins varlega og unnt er. Flatt út og pikkað með gaffli. Bakað á pönnukökupönnu við vægan hita. Ekki setja fitu á pönnuna. Þessi uppskrift dugar í 16-18 kökur.

Þessi færsla var birt í Brauð á Íslandi, Uppskriftir vestfirskar hveitikökur, Vestfirskar hveitikökur og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.