15. desember – Súkkulaðibitakökur safnkennarans

Safnkennararnir á Þjóðminjasafni Íslands standa í ströngu þessa daga við að taka á móti áhugasömum nemendum sem vilja fræðast um jólasveinana okkar. Á hverjum degi kl. 11 mætir jólasveinn dagsins í Þjóðminjasafnið og heilsar upp á krakkana og segir þeim sögur. Uppskrift dagsins að súkkulaðibitakökum kemur frá öðrum safnkennaranum og eru hreint út sagt yndislegar. Frekari upplýsingar um heimsóknir jólasveinanna er að finna á síðu safnsins.

Stekkjastaur

Stekkjastaur. Þjóðminjasafn Íslands

 

Súkkulaðibitakökur að hætti safnkennarans

efni

1 ½ bolli púðursykur

1 bolli hnetusmjör

¾ bolli smjör

1/3 bolli mjólk

1 egg

3 bollar Corn Flakes

2 tsk vanilludropar

1 ½ bolli hveiti

½ tsk natron

1 ½ bolli konsúm súkkulaði, brytjað

Súkkulaði til að dýfa kökunum í

Salthnetur

aðferð

Sykur, smjör og hnetusmjör þeytt saman. Eggi og vanilludropum bætt út í (þeytt út í). Síðan öllum þurrefnum og mjólk hrært út í. Mótað í litlar kúlur og þrýst aðeins á þær. Bakað við 175°C hita í 10 mín. Eftir að kökurnar eru orðnar kaldar, þá er súkkulaði brætt, annarri hlið köku dýft ofan í súkkulaðið og síðan dýft í smátt niðurbrytjaðar salthnetur.

Þessi færsla var birt í Brauð á Íslandi, Jóladagatal og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.