16. desember – Fléttubrauð Helgu

Uppskrift dagsins kemur Helgu, safnverði á Árbæjarsafni. Þetta eru fléttubrauð sem ávallt eru höfð með aspassúpunni á aðfangadagkvöli á hennar heimili.

Fléttubrauð

efni

1 dl heitt vatn

1 1/2 dl súrmjólk

2 1/2 tsk þurrger

5 dl hveiti

1 dl heilhveiti

25 gr smjör

1/2 tsk salt

1 tsk sykur

aðferð

Blanda saman í skál hveiti, heilhveiti, þurrgeri, salt og sykri en takið frá 1 dl af hveiti til þess að hnoða saman við síðar. Myljið smjörið saman við. Velgjið vökvann og hellið honum í skálina, hrærið saman. Hnoðið deigið þar til það sleppur bæði hönd og borði. Setjið deigið aftur í skálina og komið henni fyrir í heitu vatni í vaskinum. Breiði yfir og látið lyfta sér í 15-20 mín. Hnoðið aftur og skiptið í þrjá jafna hluta. Mótið deigið í lengjur og fléttið saman. Penslið með eggi og stráið sesamfræum yfir. Látið lyfta sér á plötunni í 10-15 mín. Bakið neðst í 220° heitum ofni í 30 min.

Þessi færsla var birt í Brauð á Íslandi, Heimabakað brauð, Jóladagatal og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.