Rúgbrauð með geri

Rúgbrauð með geri

Efni:

1 l mjólk

2 dl sýróp

2 tesk salt

60-70 gr ger

1 kg rúgmjöl

400 gr heilhveiti

500 gr hveiti

Aðferð:

Mjólkin er velgd og sýrópið. Geri og salti er blandað saman og einum dl af vatni hrært þar út í, bíði um stund. Rúgmjöli, heilhveiti og helmingnum af hveitinu er blandað saman. Vætt í með mjólkinni og gerinu, deigið slegið, sett á borð og það sem eftir er af hveitinu, er hnoðað upp í deigið, þangað til það er hart og gljáandi. Skipt í þrjú jöfn brauð, sem sett eru í skúffu og bíði í eina klst. Bakað í 1-2 klst. við meðalhita.

Heimild: Helga Sigurðardóttir: Matur og drykkur, Reykjavík 1949.
Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð, Rúgbrauðsuppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.