Rúgbrauð (soðið)

Rúgbrauð (soðið)

Efni:

2 kg rúgmjöl

1 tesk salt

1 líter vatn

Aðferð:

Rúgmjölið er sett í skál. Vatnið er soðið með saltinu. Vætt í með vatninu og hrært í, þar til deigið er vel jafnt. Hnoðað. Þegar allt mjölið er búið, er deigið hnoðað með fitugum höndum, þangað til það er jafnt og sprungulaust. Mótað í brauð. Sett í dunk, sem er smurður vel áður. Brauðið má ekki fylla út í dunkinn, því það það lyftir sér. Bíði til næsta dags á volgum stað. Lok sett á dunkinn. Dunkurinn settur í pott, sem er ofurlítið stærri og víðari en dunkurinn. Vatn sett í pottinn, helzt eins hátt og dunkurinn, soðið á minnstu rafmagnsplötunni í þrjár klst. Þá er brauðinu hvolft úr og snúið við í dunknum og síðan soðið aftur í 3-4 klst. Hve lengi brauðið er soðið, fer eftir því, hve seytt það á að vera. Það mun vera í meðallagi seytt eftir 6 klukkustunda suðu.

Heimild: Helga Sigurðardóttir: Matur og drykkur, Reykjavík 1949.
Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð, Rúgbrauðsuppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.