Sigtibrauð

Sigtibrauð

Efni:

750 gr sigtimjöl

250 gr hveiti

Salt

50 gr pressuger

1 matskeið sykur

7 dl mjólk

Aðferð:

Gerið hrært sundur með sykrinum. Hveitið og sigtimjölið sáldrað. Salti blandað saman við. Vætt með volgri mjólkinni. Hnoðað, unz deigið er seigt. Látið standa á heitum stað, unz það er hálfu stærra. Elt úr því tvö brauð. Látið á smurða plötu. Látið bíða á ný. Smurt eggjahvítu. Bakað við meiri undirhita í eina klukkustund. Betra er að væta í því daginn áður.

Heimild: Helga Sigurðardóttir: Matur og drykkur, Reykjavík 1949.
Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.