Greinasafn fyrir merki: jóladagatal

14. desember – Bessastaðakökur

  Uppskrift dagsins eru Bessastaðakökur. Hvort að gestir sem heimsækja Bessastaði í dag eiga von á að vera boðið upp á þessar ágætu smákökur vitum við ekki. En kökurnar eru engu að síður mjög góðar. Bessastaðakökur efni 200 gr smjör 200 … Halda áfram að lesa

Birt í Jóladagatal | Merkt

13. desember – Laufabrauð

„Laufabrauð, laufótt brauð, sem hnoðað er úr hreinu hveiti, en þunnt og útskorið með margvíslega löguðum myndum, smurt með smjöri og soðið yfir eldi; það er þeim sætabrauð.“ Jón Ólafsson frá Grunnavík um 1736  „Laufabrauð eða kökur af hveitideigi, vættu … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð á Íslandi, Jóladagatal, Laufabrauð, Laufabrauðsuppskriftir | Merkt

12. desember – Brúnterta handa gamla

Uppskrift dagsins kemur frá Gerði Róbertsdóttur, deildarstjóra varðveisludeildar á Árbæjarsafni. Þessi uppskrift hefur verið lengi í fjölskyldunni og sérstaklega vinsæl fyrir jólin. Brúnterta hrærð efni 250 gr smjör 250 gr sykur 3 egg 2 dl súrmjólk 500 gr sýróp 750 gr hveiti … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð á Íslandi, Jóladagatal | Merkt

11. desember – Íslensk jólakaka

Uppskrift dagsins er hin klassíska jólakaka. Í bók Árna Björnssonar Í jólaskapi  (bls. 58-59) segir um jólakökuna: „Ekki er kunnugt um nema eina sætabrauðstegund, sem beinlínis er kennd við jólin, þ.e. jólakaka, en er reyndar löngu hætt að vera bundin … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð á Íslandi, Jóladagatal | Merkt ,

10. desember – Danskar eplaskífur

Eitt algengasta kaffibrauð í Danmörku á aðventunni eru eplaskífur. Upphaflega voru eplaskífur eplasneiðar sem dýft var í deig og það síðan steikt. Í tímans rás hafa eplin horfið úr uppskriftinni en nafnið þó haldist.      Eftirfarandi uppskrift af eplaskífum … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð í norðri, Jóladagatal | Merkt

9. desember – Jólakökur Sigurbjargar

Sigurbjörg K. Ásgeirsdóttir sendi Brauðbrunni uppskriftir dagsins. Amma hennar, sem var fædd árið 1899, bakaði ávallt þessar kökur fyrir jólin. Hún bakaði fyrst á hlóðum, síðan á kolaeldavél og síðast á olíuvél. Hún kunni þó einna best við kolaeldavélina. Sigurbjörg … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð á Íslandi, Jóladagatal | Merkt

8. desember – Sænskur julkuse

Í Norræna safninu í Stokkhólmi er að finna í geymslum þess gifsafsteypu af brauði frá árinu 1927. Brauðið kallast julkuse og var bakað af Märta Olsdotter sem fædd var árið 1840 í Svíþjóð. Því miður er ekki til nákvæm uppskrift … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð í norðri, Jóladagatal | Merkt

7. desember – Sænskt kubbabrauð

Uppskrift dagsins kemur frá Norræna safninu í Stokkhólmi. Þessi uppskrift er frá ca 1940 og kemur frá bænum Bränna í Svíþjóð. Þetta brauð er sérstaklega vinsælt þar fyrir jólin. Sænskt kubbabrauð efni 1 kg rúgmjöl 0,5 kg hveiti 3 dl síróp 6 … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð í norðri, Jóladagatal | Merkt

6. desember – Jól á Þjóðminjasafni Íslands

Jólakort úr safni Þjóðminjasafnsins Á jólasíðu Þjóðminjasafns Íslands má finna ýmisan fróðleik um íslenska jólasiði. Þar má fræðast um jólasveinana, Grýlu, Leppalúða og aðrar vættir, fylgjast með jóladagatalinu, finna uppskriftir og margt fleira. Starfsmenn Þjóðminjasafnsins eru til að mynda mjög … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð í norðri, Jóladagatal | Merkt

5. desember – Gullnødder frá Sjálandi

Í Danmörku eru kleinur algengt jólabakkelsi. Uppskrift dagsins kemur frá Skovsgård Mølle & Bagerimuseum á Sjálandi en starfsmenn safnsins fundu þessa uppskrift í tímaritinu Kristelig Bager- og Konditor-Tidende frá árinu 1973. Hún heitir Guldnødder eða gylltar hnetur. Ef þú hyggst … Halda áfram að lesa

Birt í Brauð í norðri, Jóladagatal | Merkt