20. desember – Grænlensk jólakaka

Uppskrift dagsins kemur frá safninu í Narsaq í suðurhluta Grænlands. Kakan heitir kalaallit kaagiat á frummálinu.

Grænlensk jólakaka

Grænlensk jólakaka

Kalaallit kaagiat – grænlensk kaka

efni

500 gr hveiti

100 gr margarín

75 gr sykur (stødt melis)

50 gr ger

50 gr rúsínur

1 tsk salt

1 egg

3 dl mjólk

aðferð

Bræðið margarínið og setjið mjólkina út í og hitið lítillega. Egginu og sykrinum bætt út í og hrært saman. Öðrum hráefnum blandað saman við og deigið hnoðað vel. Þá er deigið látið hefast í einn tíma og þá hnoðað á ný. Sett í form og látið hefast í smá stund. Þá er penslað yfir með kaffi og sykri dreift yfir. Bakist í 30-35 mín við 200°.

Þessi færsla var birt í Brauð í norðri, Jóladagatal og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.