18. desember – Norskt jólabrauð

Uppskrift dagsins kemur frá Helgeland safninu í Noregi.

Jólabrauð Sandviks bakara

efni í fjögur stór brauð

1,5 kg sigtað rúgmjöl

1 kg sigtað hveiti

250 gr dökkt síróp

0,5 dl sykur

100 gr rúsínur

50 gr smjör

1/2 tsk salt

50 gr ger

volgt vatn, hæfilegt magn til að búa til deig

aðferð

Hnoðað kröfuglega í tvær mínútur, síðan rólegra í 10 mínútur. Látið hefast vel og síðan bakað við 200° í 40 mínútur. Kælt á grind.

Jólabrauð Sanviks

Norskt jólabrauð

 

 

 

Þessi færsla var birt í Brauð í norðri, Jóladagatal og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.