17. desember – Eistneskt jólabrauð

Uppskrift dagsins kemur frá Eistlandi. Líkt og á Norðurlöndunum, þá er algengt í Eistlandi að móta jólabrauðið eftir kúnstarinnar reglum. Jólabrauðið frá Eistlandi er í laginu eins og grís.

Eistneskt jólabrauð

Eistneskt jólabrauð

Uppskriftin kemur frá Kerle Arula safnverði á Landbúnaðarsafni Eistlands.

Eistneskt jólabrauð

efni

1 l volgt vatn

100 gr súrdeig

2 tsk salt

2 tsk sykur

50 gr rúsínur

50 gr hesilhnetur

1,4 kg rúgmjöl

aðferð

Blandið súrdeiginu með 0,7 l af vatni og helmingnum af mjölinu og látið standa á hlýjum stað í 12 tíma. Bætið út í deigið salti, sykri, restinni af vatninu, hnetum, rúsinum og það sem eftir er af mjölinu. Hnoðið vel þar til deigið sleppur hendi og borði. Því næst látið deigið hefast í tvo tíma á hlýjum stað. Þá er deigið tekið og úr því mótað litlir grísir og í augastað er notaðar rúsínur eða hesilhnetur. Brauðið er bakað í klukkustund í 220° heitum ofni. Takið brauðið út og hef það heyrist tómahljóð þegar það er bankað er brauðið tilbúið. Til að koma í veg fyrir að skorpan verði of hörð þá er best að pensla brauðið með köldu vatni og smá olíu eða smjöri en þá glansar það svo fallega. Látið brauðið standa í ca 2-3 tíma áður en það er borið fram.

Þessi færsla var birt í Brauð í norðri, Jóladagatal og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.