Pólskt kartöflubrauð – Pierogi

Efni í 10-15 stk

5 dl hveiti

1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

1/2 dl sýrður rjómi

1/2 dl vatn

1 msk grænmetisolía

1 stór egg

Fylling

300 gr kartöflur

1 msk smjör

jurtasalt og pipar eftir smekk

100 gr kotasæla

1 lítill blaðlaukur

100 gr rifinn ostur

Aðferð:

Setjið hveitið, lyftiduftið og saltið í skál. Hrærið saman sýrða rjómann, vatnið, olíuna og eggið og hellið smátt og smátt saman við þurrefnin. Hvolfið deiginu á hveitistráða borðplötu og hnoðið í um 5 mínútur eða þar til deigið er slétt og sprungulaust. Smyrjið skál með olíu, setjið deigið í skálina og látið standa í 15-20 mínútur. Hitið ofninn í 200°C.

Sjóðið kartöflurnar, flysjið og skerið í litla bita. Hrærið smjörið saman við volga kartöflubitana og kryddið með jurtasalti og pipar. Saxið blaðlaukinn og hrærið hann út í ásamt kotasælunni. Setjið ostinn að lokum saman við.

Skiptið deiginu í 12-15 bita og fletjið hvern bita út í kringlótta köku. Setjið tvær matskeiðar af fyllingunni á hverja köku, brjótið kökurnar í tvennt ( e.o. hálfmána), penslið kantana með vatni og þrýstið köntunum saman. Bakið í 10-12 mínútur.

Brauðið er gott sem hádegisverður, með grænu salati.

Heimild: Lærum að baka brauð, Reykjavík 2007.
Þessi færsla var birt í Brauð og innflytjendur, Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.