Brauðið hennar Halldóru

Hún Halldóra sendi Brauðbrunninum þess ágætis uppskrift. Hún bakar brauð ca. 1 sinni í mánuði og þegar hún bakar þá er þetta uppskriftin sem hún grípur í. Þetta er í grunninn pizzubotnsuppskrift en hún bragðbætir hana með því sem er við hendina. Uppskriftinn er hennar eigin eftir áralangan lestur matreiðslubóka.

Brauðið hennar Halldóru

Efni:

4-5 bollar hveiti

2 tsk salt

1 tsk ger

2 msk olía

vatn eftir þörfum.

Aðferð:

Hún blandar gerið út í volgt vatn til að leysa það upp, síðan hrærir hún öllu saman og lætur það hefa sig í ca. klukkustund.

Hún hefur m.a. bætt í brauðið kúmeni, oregano, tómatpúrru, ólífum, kókosmjöli, rósmarín, hvítlauk, osti ofl.

Brauðbrunnur þakkar Halldóru kærlega fyrir þessa góðu uppskrift.

Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.