Brauðið hennar ömmu Helgu

 

Eiríka sendi Brauðbrunni þessa uppskrift að brauðinu hennar ömmu Helga eins og hún kallar það.

Helga var fædd árið 1903 á Ísafirði en flutt ung til Flateyrar með foreldrum sínum. Hún giftist árið 1925 Guðmundi og fluttu þau til Reykjavíkur árið 1926. Helga starfaði sem húsmóðir í Reykjavík til dauðadags árið 1982. Helga og Guðmundur áttu sex börn.

Þetta brauð bakaði Helga oft og iðulega fyrir fjölskylduna og hefur þessi uppskrift fylgt fjölskyldunni ætíð síðan. Hvaðan Helga fékk uppskriftina er ekki vitað en kannski kom hún frá móðir hennar eða úr Húsmæðraskólanum sem Helga sótti.

Þetta brauð þykir algjört lostæti með heimagerðri kæfu.

Brauðið hennar ömmu Helgu

Efni:

4 bollar hveiti

4 tsk lyftiduft

1 tsk sykur

1 tsk salt

2,5 dl mjólk, eða súrmjólk

 Aðferð:

Hnoðað, skornar þrjár rendur í brauðið og bleytt með mjólk eða vatni.

Bakist við 200°c í ca 30 til 40 mín

Þessi færsla var birt í Brauð á Íslandi, Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.