Brauðið hennar mömmu

Kristín sendi Brauðbrunninum þessar uppskrift sem hún fékk frá móður sinni sem fædd var árið 1914.  Kristín bakar þetta brauð einstaka sinnum enn í dag.

Brauðið frá mömmu

Efni:

6 bollar hveiti

6 kúfaðar tsk lyftiduft

1 bolli súrmjólk

1 bolli rúmlega mjólk

1 tsk salt

Aðferð:

Öllu blandað saman og bakað í ca. 30-40 við 200°.

Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.