Íslenskar kleinur í Mexíkó

Ástríður sendi Brauðbrunninum eftirfarandi kleinuuppskriftir. Ástríður hefur búið í Mexíkó síðan um 1970 en heldur þó tengslum við heimahagana með því að baka brauð og sætabrauð eftir íslenskum uppskriftum.

KLEINUR

frá Svövu Sveins

7 bollar hveiti

1 ½ bolli Sukur

2 stk. egg

2 tesk. lyftiduft

1 sléttfull tesk. Hjartarsalt

½ l mjólk

2 tesk. kardimömmuduft

Hnoða létt saman, skorið út og steikt í olíu.

Kleinur

frá Eiríku Árna

I kg hveiti

350 gr Sukur

100 gr smjör eða smjörlíki

2 stk egg

2 tesk. kardimömmuduft

2 tesk. lyftiduft

1 ½ bolli mjólk

Hnoða, láta standa svolitla stund, skera út, steikja í jurtafeiti.

Brauðbrunnur þakkar Ástríði kærlega fyrir þessa uppskrift og sendir góðar kveðjur frá Íslandi.

Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.