Íslensk jólakaka frá Mexíkó

Ástríður sendi Brauðbrunninum eftirfarandi jólakökuuppskrift. Ástríður hefur búið í Mexíkó síðan um 1970 en heldur þó tengslum við heimahagana með því að baka brauð og sætabrauð eftir íslenskum uppskriftum.

Jólakaka

Frá Fríðu (Síu) Proppé

250 gr smjörlíki

250 gr sykur

250 gr hveiti

3 – 4 egg

Rúsínur og, ef vill, súkkat (smáskorið)

Hræra vel saman. Bakist við hægan hita = 250 °C.

Brauðbrunnurinn þakkar Ástríði fyrir þessa uppskrift og sendir góðar kveðjur til Mexíkó.

Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.