Brauðið hennar Ólafíu

Ólafía sendi Brauðbrunninum þessa uppskrift sem hún fékk upphaflega hjá kennara í félagsmiðstöðinni Hæðargarði. Hún hefur þó t breytt henni smávegis.

Hún handræri hana og byrjar á því að  smyrja þrjú frekar lítil jólakökuform, en uppskriftin passar í þau. Hún notar svona venjulegar drykkjarkönnur til að mæla í. Upphaflega byrjaði hún á að búa sér til grófkornablöndu sem hún á svo bara alltaf tilbúna.

Grófkornablanda: Jöfn hlutföll af sólblómafræi,hörfræi,kúmeni, sesamfræi og bláu birkifræi.

Brauðið hennar Ólafíu

Efni:

2 kúffullar könnur hveiti

2 “ “ heilhveiti

1 “ “ haframjöl

1 “ “ grófkornablanda

6 tsk. lyftiduft

1 tsk. salt

1 líter súrmjólk (ekki hægt að nota léttsúrmjólk)

Efni:

Öllu hrært saman, skellt í formin og í blástursofn 180° í 50 mínútur.

Vefjið þykkum leirþurrkum utan um brauðin á meðan þau kólna.

Geymast vel í frysti.

Brauðbrunnurinn þakkar Ólafíu kærlega fyrir þessa uppskrift.

Þessi færsla var birt í Brauð á Íslandi, Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.