Heimabakað brauð er dásamleg fæða

Brauðbrunninum barst þessar skemmtilegur vangaveltur Rebekku um hvað brauð er í hennar huga. Brauðbrunnurinn þakkar Rebekku kærlega fyrir að deila með okkur þessum vangaveltum og er sammála henni í því að heimabakað brauð er dásamleg fæða.

Ég lærði að baka brauð í matreiðslu í Laugarnesskóla. Það eru 51 ár síðan. Mamma bakaði aðalega brauð úr pressugeri, sem hún hafði lært í Svíþjóð þegar hún var 16 ára.

Ég varð sjálf húsmóðir 18 ára gömul og eignaðist 4 börn á fáum árum. Fljótlega fór ég því að baka brauð, til að spara. Fyrst bakaði ég lyftidufts brauð, úr gömlu matreiðslubókinni minni, „Lærið að matbúa“. Seinna kom svo bylgja í pressugersbakstri og bakaði ég þannig brauð í mörg ár.

 Ég hnoðaði í 4 brauð í einu, setti þetta allt saman í ofnskúffuna og setti í ofninn. Ég man enn hvað það var dásamleg tilfinning að taka út 4 falleg og frábærlega góð brauð úr ofninum. Mér reiknaðst til að við spöruðum 60.000 kr. á mánuði á þávirði að baka brauðin heima. Nú erum við bara hjónin í heimili og ég er löngu farin að baka lyftiduftsbrauð aftur.

Ein uppskrift að lokum.

Gróft brauð.

Mælibollinn minn er 2 1/2 dl.

3 bollar heilhveiti.

1 1/2 bolli haframjöl

1 bolli byggmjöl

1 bolli sambland af fimmkornablöndu, hörfræi, og kókósmjöli.

1/2 bolli rúsínur

 1 1/2 bolli létt A B mjólk

ca. 1 1/2bolli vatn

1tsk.matarsóti

4 tsk. lyftiduft

Allt hrært saman. Sett í ofskúffu klædda bökunnarpappir. Skerið í ferninga með hnífi. ( ofnskúffan mín er frekar lítil).

Bakað í 45-50 min, við 175 gr.

Gangi ykkur vel. Heimabakað brauð er dásamleg fæða.

kær kveðja, Rebekka

Þessi færsla var birt í Brauð á Íslandi, Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.