Rúgbrauð frá Fossi á Síðu

Sigurborg sendi Brauðbrunninum þessa rúgbrauðsuppskrift. Uppskriftin kemur frá móður hennar Sigrúnu (f.1919) en hún segir uppskriftina upprunna frá Fossi á Síðu.

Rúgbrauð

Efni:

2 bollar heilhveiti

4 bollar rúgmjöl

500 gr síróp

1 lítri súrmjólk

2 1/2 tsk. matarsódi

3 1/2 tsk. salt

Aðferð:

Látið í dunk og bakað í 10 tíma við 100 gráður

Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Rúgbrauðsuppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.