Hverarúgbrauðið hennar mömmu – minning

Agnes sendi Brauðbrunninum minningu um móður sína og brauðbakstur hennar:

Mamma bakaði mjög oft rúgbrauð í stórri dollu með loki þetta var bakað við lítinn hita yfir nótt og ilmurinn sem mætti manni var góður. Hún bakaði líka hvítt brauð og heimsinns bestu flatkökur sem seldust alveg grimmt í Kaupfélaginu að ég tali nú ekki um kleinurnar og pönnukökurnar hennar. Hún var mikill bakari og GÓÐUR. Hún bjó líka svokallaðar hveitikökur og þá man ég að þær voru hafðar með saltkjöti.“

Brauðbrunnurinn þakkar Agnesi fyrir fallegt minningarbrot.

Þessi færsla var birt í Brauð á Íslandi, Hverarúgbrauð og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.