Hveitibrauð frá Reykjavík

Anna Lísa sendi þessa uppskrift að hveitibrauði sem hún fékk frá eldri konu í Reykjavík. Anna Lísa bakar að jafnaði brauð einu sinni í mánuði.

Hveitibrauð

Efni:

1 kg hveiti

5 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2 tsk sykur

1-2 tsk salt

Aðferð:

bleytið með mjólk eftir smekk

búið til eina stóra bollu

bakið við 200 gráður í ca 1 tíma.

Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.