Grímseyjarbrauð

Helga sendi Brauðbrunninum þessa uppskrift að Grímseyjarbrauði. Uppskriftin kemur úr föðurfjölskyldu hennar en Helga þekkir ekki uppruna nafnsins. Fjölskyldan á ekki ættir að rekja til Grímseyjar. Helga bakar brauð að jafnaði einu sinni í viku.

Grímseyjarbrauð

Efni:

6 dl. Mjólk

6 dl. Hveiti

6 dl. Haframjöl

3 dl. Sykur

4 tsk. Kanill

1 tsk. Negull

1 tsk. Engifer

2 tsk. Matarsódi

Aðferð:

Allt sett í ílangt form og bakað í ca klukkutíma.

170-180 °C heitan ofn

Gott að blanda venjulegum sykri og púðusykri

Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.