Brauðhleifur frá Grænum kosti

Lilja sendi Brauðbrunninum þessa uppskrift að brauðhleif sem hún fékk hjá Grænum kosti. Lilja bakar að jafnaði brauð einu sinni í mánuði.

Brauðhleifur

Efni:

2 1/2 dl spelt

2 1/2 dsl haframúsli

2-3 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk kanill

1/2 tskl salt

1 msk sítrónusafi

2 -2 1/2 dl sjóðandi vatn.

Aðferð:

Blandið þurrefnum saman. Bætið síðan sítrónusafa og vatni útí og hrærið mjög varlega saman, sem fæstar hreyfingar eru bestar.

Mótið einn stóran hleif á bökunarpappír og bakið í 25-30 mín. Eftir bakstur er gott að setja rakt stykki yfir brauðið.

Gott með kjúklingaréttum, hnetusmjöri, tómötum og vorklauk og rjómaosti, pestó og fleiru.

Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.