Brauð frá Lilju

Lilja sendi Brauðbrunninum þessa uppskrift sem kemur úr Gestgjafanum og er eftir Friðrikku Geirsdóttur.

Efni:

2 bollar hveiti

2 bollar heilhveiti

1 bolli haframjöl

það má breyta og nota rúgmjöl og breyta hlutföllum mjöls, bara að það séu 5 bollar af mjöli.

1 tsk sykur

1/2 tsk salt

5 tsk lyftiduft

1/4 tsk natron

mjólk eftir þörfum

1 bolli saxaður kerfill eða birkilauf

Aðferð:

Öllu hrært saman og vætt í með mjólkinni, deigið þarf að vera frekar blautt.

Stillið ofninn 180 gráður deigið sett í form og í kaldan ofn, bakað í 45 til 50 mín. 

Lilja hefur notað birkilauf og ýmislegt annað krydd í brauðið og finnst það allt gott. Lilja kveður brauðið mjög gott með smjöri og osti.

Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.