Jógúrtbrauð Drífu

Drífa sendi Brauðbrunninum þessa uppskrift  sem hún fékk úr uppskriftabók. Drífa bakar einkum til hátíðabrigða.

Uppskriftin mín: Jógúrtbrauð

250 gr hveiti
1 msk púðursykur
1 tsk salt
1 msk lyftiduft
2 dl jógúrt
1/2 msk olía
egg til penslunar
birki- eða sesamfræ

Öllu hnoðað saman á hveitistráðu borði. Mótað hringlaga brauð, sett á plötu með bökunarpappír undir. Raufar skornar í deigið svo myndast átta lauf. Penslað með eggi og fræjum stráð yfir. Bakað við 225°í 20-25 mín.

Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.