Hveitikökur Erlu Hafliðdóttur

Hveitikökur Erlu Hafliðadóttur

Efni:

4 bollar hveiti

3 kúffullar teskeiðar lyftiduft

smá natron, aðeins notað ef súrmjólk er notuð í deigið

örlítið af smjörlíki, má sleppa

mjólk, súrmjólk

Aðferð:

Þurrefnunum blandað saman í skál og bleytt upp í með mjólk eða súrmjólk. Þegar Erla var ung var undanrenna notuð í hveitikökur.

Þetta er hnoðað létt saman, passa að hnoða ekki mikið og síðan flatt úr í kringlóttar kökur sem bakaðar eru á pönnukökupönnu við frekar lítinn hita þar til kökurnar eru fullbakaðar á hvorri hlið.

Áður fyrr voru hveitikökurnar bakaðar á eldavélarhringjunum.

Borið fram með hangikjöti, reyktum silungi eða lax, kæfu, osti og sultu svo dæmi séu tekin.

Þessi færsla var birt í Uppskriftir vestfirskar hveitikökur, Vestfirskar hveitikökur og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.