Laufabrauð Helgu Sigurðar

Laufabrauð (35 stk.)

Efni:

1 kg hveiti

1 ½ tesk lyftiduft

1 tesk salt

5-6 dl mjólk

Fita til að sjóða í

Aðferð:

Mjólkin er soðin. Hveitið er sett á borð. Þar í blandað salti og lyftidufti, og nú er mjólkinni, sem er sjóðandi heit, hrært í. Hrært, þar til það er alveg jafnt, en á að vera vel þykkt. Þá er deigið hnoðað saman, og nú er það hnoðað, þar til það er gljáandi, hart og sprungulaust, en það má ekki  festast við borðið. Það á að vera seigt og hart. Hnoðið í lengjur, sem skornar eru í jafn stóra bita. Bitarnir hnoðaðir milli handanna í jafnar kökur, sem eru breiddar svo þunnt út sem mögulegt er. Þá er kakan tekin undan diski og skorin með alls konar laufaskurði. Hægt er að skera stafi o.m.fl. Kökurnar eru soðnar í feiti við mikin hita og eiga að vera ljósbrúnar. Laufabrauð er helzt búið til fyrir jólin, og er það gamall og góður siður.   

Heimild: Helga Sigurðardótti: Matur og drykkur, Reykjavík 1949.
Þessi færsla var birt í Laufabrauð, Laufabrauðsuppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.