Rúgbrauðstoppar

Rúgbrauðstoppar

Efni:

250 gr rifið rúgbrauð

75 gr sykur

100 gr smjörlíki

Aðferð:

Rúgbrauði og sykri er blandað saman, brúnað í smjörlíkinu á pönnu, þar til það byrjar að harðna. Sett í eggjabikara eða smá mót. Borðað með mjólkursúpum eða heitri mjólk.

Heimild: Helga Sigurðardóttir: Matur og drykkur, Reykjavík 1949.
Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð, Hverarúgbrauð, Rúgbrauðsuppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.