Spilabrauð

Spilabrauð

Brauðið er skorið langsum, skorpan skorin af því, smurt með smjöri. Ein sneiðin smurð með lifrakæfu og tómatmauki, önnur með söxuðum eggi og sú þriðja með sardínu og sítrónusafa, sú fjórða með einhvers konar salati. Ofan á hverja sneið er lögð önnur sneið, sem smurð er með smjöri. Þannig má búa til samlokur með mismunandi millilagi. Bíði um stund. Mótið með kleinujárni eða hníf eins og spaði, hjarta, tígull og lauf, ef þetta er borðað í spilaboði.

Heimild: Helga Sigurðardóttir: Matur og drykkur, Reykjavík 1949.
Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.