Mergbrauð

Mergbrauð

Efni:

4 nautabein (leggir)

Vatn og salt

Hveiti

Rúgbrauð

Aðferð:

Nautabein eru burstuð úr köldu vatni og söguð í 8 cm langa búta. Hveiti og vatni er hnoðað saman. Þetta verður að vera þykkt. Troðið í endana á beinunum. Grisja er bundin utan um hvert einstakt bein og þau soðin í saltvatni í 1 ½ -2 klst. Eins má sjóða þau með tungu og kjöti. Grisjan og deigið er tekið af beinunum og málmpappír eða bréfpentudúk vafið um annan endann. Borið á borð sjóðandi heitt með glóðarbökuðu rúgbrauði. Þessi réttur er oftast borinn fram með smurðu brauði. Eins má bera hann á borð sem millirétt.

Heimild: Helga Sigurðardóttir: Matur og drykkur, Reykjavík 1949.

Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.