Lúsíubollur

Lúsíubollur

Lúsíudagurinn er haldinn hátíðlegur 13. desember ár hvert. Heilagrar Lúsíu er sérstaklega minnst í Svíþjóð. Í tilefni dagsins er boðið upp á Lúsíubollur með saffrani.  

Efni:

50 g ger

100 g smjör

5 dl mjólk

250 g kesella, þ.e. mjúkostur, má t.d. nota rjómaost

1 g saffran

1½ dl sykur

½ tsk. salt

u.þ.b. 17 dl hveiti

rúsínur

1 egg

Aðferð:

Myljið gerið í skál. Bræðið smjörið og bætið mjólkinni svo út í þannig að blandan verði fingurvolg. Hellið henni yfir gerið og hrærið svo að það leysist upp. Bætið við rjómaosti, muldu saffran (gott að mylja í mortéli með sykurmola), sykri og salti og meirihluta hveitisins. Hnoðið þar til deigið verður glansandi og mjúkt. Breiðið viskustykki yfir og látið hefast í hálftíma. Hnoðið svo á ný á hveitistráðu borði og skiptið í um 35 stykki sem er rúllað í lengjur og snúið upp á svo minnir á krúsídúllu-s. Setjið á bökunarpappír á plötu, skreytið með rúsínum. Látið hefast í 20-30 mínútur. Hitið ofninn í 225 gráður. Penslið með hrærðu eggi og bakið í miðjum ofni í 5-7 mínútur. Látið kólna á grind.

Þessi færsla var birt í Brauð og innflytjendur, Brauðuppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.