Heilsubollur Þórgunnar

Heilsubollur Þórgunnar

Efni:

6 dl. heilhveiti ( eða gróft og fínt spelt)

3 tsk. vínsteinslyftiduft, (ég hef venjulegt lyftiduft)

1 msk. olía

100 gr. Rifnar gulrætur, (ég hef oft aðeins meira)

75 gr. rifinn ostur

50 gr. valhnetur

1 egg

2 dl. volgt vatn. Má vera rúmlega.

Aðferð:

Setjið í skál og hnoðið (ekki í vél). Þetta verður dálítið klessulegt, gott að setja hveiti á hendurnar. Mótið litlar bollur og bakið í 15 til 20 mín.

Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.