Brauðpeningar

Brauðpeningar, bæði mynt og seðlar, voru ein tegund „vörupeninga“ sem notaðir voru sem gjaldmiðill hér á landi frá miðri 19.öld og fram til 1930, vegna skorts á peningum í umferð. Þá réðust einstakir kaupmenn í að slá eigin mynt eða gefa út seðla sem síðan var hægt að innleysa vörur í verslunum þeirra og eingöngu. Útbreiðsla brauðpeninga var tiltölulega mest á Vestfjörðum.

Bakarar hófu að gefa út brauðpeninga laust fyrir aldamót 1900 sem ýmist voru úr málmi eða pappa. Sumir peningarnir voru frumstæðir að gerð en aðrir gerðir af hagleik. Viðskiptavinir afhentu bakaranum mjölsekki og fengu brauðpeninga fyrir sem þeir notuðu síðan til að innleysa brauðhleifa. Verðgildi brauðpeninganna var ekki tiltekið en andvirði þeirra var oftast eitt brauð, stundum hálft. Á þá var ýmist letrað „rúgbrauð“, eða „brauð“. Fundist hefur eitt dæmi um áletrunina „ofnbrauð“ og annað um skammstöfunina S.B., sem líklega merkir sigtibrauð.

Helsta brauðið sem almenningur neytti á þessum tíma var rúgbrauð. Franskbrauð var einungis til hátíðarbrigða eða um helgar. Fyrir einn brauðpening fékkst 6 punda hleifur af rúgbrauði.

1 rúgbrauð

Brauðpeningur frá Þingeyrar bakarí

Þessi færsla var birt í Brauð á Íslandi og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.