Grillbrauð

Grillbrauð – með öllum mat

Efni:

1/2 l mjólk

1 gerbréf (puttavolgt)

3 msk olía af fetaosti (t.d. Bónusfeti)

smá slatti af fetaosti

smá fínt salt

hveiti eftir þörfum

Aðferð:

Gerið er leyst upp í mjólkinni.

Hnoða í skál. Láta hefast undir blautu viskustykki í a.m.k. 1/2 klukkustund.

Hnoða hveiti uppí. Búa til bollur og láta bíða í 10 mín.

Grillhiti : Meðalheitt.

Muna að þarf að snúa oft. Baka þangað til manni sýnist það vera bakað – e.t.v. færa á efri greind á stálbakka.

Gott eitt og sér nýbakað með smjöri og með öllum mat.

Þessi færsla var birt í Brauðuppskriftir, Heimabakað brauð og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.