Brauð á Íslandi

Byggkorn

Hér á landi var áður fyrr lítið um mjölmat. Vitað er til þess að landnámsmenn hafi stundað akuryrkju og að einkum hafi verið ræktað bygg. Talið er að byggrækt hafi að mestu verið aflögð á Ísalndi fyrir 1600. Eftir það voru íbúar háðir innflutningi á korni og mjöli (malað korn).

Mest var flutt inn af byggi og rúgi en mjölið var oft af skornum skammti. Mikilvægt var því að nýta mjölið sem best og algengast var að gerður var grautur úr mjölinu. Rúggrautur var lengi vel ein aðalfæða landsmanna ásamt skyri, harðfisk og smjöri. Þar sem lítið var um eldivið og ofnar til baksturs fátíðir var brauð steikt á hlóðum og á flatkakan upphaf sitt að rekja til þess siðar. Um miðja 18. öldina hóf íslenskur almenningur að baka lyft brauð að einhverju marki. Brauðin voru kölluð pottbrauð þar sem þau voru bökuð undir potti.

Heimild: Hallgerður Gísladóttir: Íslensk matarhefð. Reykjavík 1999.
Þessi færsla var birt í Brauð á Íslandi og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.